Fótbolti

Ísland mætir Möltu í nóvember

Mynd/Daníel

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun leika vináttuleik gegn Möltu ytra þann 19. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í dag.

Ekki hefur verið staðfest hvar leikurinn verður spilaður, en islenska liðið hefur sigrað í 9 af 13 viðureignum þjóðanna á knattspyrnuvellinum.

Síðast þegar liðin mættust höfðu Möltumenn betur 1-0 en það var á æfingamóti sem spilað var á Möltu í febrúar á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×