Fótbolti

Pálmi Rafn: Meira sjálfstraust í liðinu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Pálmi Rafn Pálmason segir að leikmenn íslenska landsliðsins hafi verið ákveðnir í að svara þeirri gagnrýni sem liðið hefur fengið fyrir síðustu leiki.

„Við vorum ákveðnir í leiknum og ætluðum að sýna alvöru fótbolta. Við höfum fengið þó nokkra gagnrýni á okkur fyrir framistöðuna í síðustu leikjum og mér fannst við svara henni að vissu leyti í þessum leik," segir Pálmi Rafn.

Pálmi Rafn telur að leikur íslenska liðsins sé að þróast í rétta átt.

„Við erum að þora að halda boltanum betur innan liðsins og mér finnst við alltaf vera að fá meira sjálfstraust til þess að gera það með hverjum leik. Nú sjáum við að við getum það og við þurfum að halda því áfram," segir Pálmi Rafn. - óþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×