Erlent

Erlendir læknar vilja starfa í Danmörku

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Politiken

Þýskir og Austurrískir læknar bíða nú í röðum eftir störfum á sjúkrahúsum Danmerkur. Starfsumhverfið í danska heilbrigðisgeiranum þykir ákaflega eftirsóknarvert um þessar mundir og í krafti Evrópusambandsaðildar geta Þjóðverjar og Austurríkismenn auðveldlega fært sig um set og unnið á danskri grundu.

Eitt sjúkrahús sunnarlega í Danmörku hefur nú til meðferðar 50 umsóknir frá austurrískum læknum sem flestir hafa lokið grunnnámi en margir hverjir einnig sérnámi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×