Innlent

Varað við ferðalögum til Taílands

Utanríkisráðuneytið Rauðarárstíg.
Utanríkisráðuneytið Rauðarárstíg.

Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum frá ferðalögum til Taílands vegna mótmæla og átaka að undanförnu. Þeim sem nú eru í landinu er ráðlagt að halda sig fjarri mótmælaðgerðum.

Flugvellirnir Suvarnabhumi International Airport og Don Muang Airport eru lokaðir og er þeim sem eiga bókaðar ferðir til og frá Taílandi bent á að setja sig í samband við ferðaskrifstofu sínar.

Íslendingar í Taílandi eða nákomnir ættingjar þeirra geta haft samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins á skrifstofutíma eða neyðarþjónustu ráðuneytisins eftir lokun í síma 545-9900. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×