Enski boltinn

Rafa verður klár á sunnudag

AFP

Sammy Lee, aðstoðarstjóri Liverpool, segist eiga von á að Rafa Benitez verði mættur á sinn stað á hliðarlínuna á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Arsenal á Anfield.

Benitez er að jafna sig eftir aðgerð þar sem fjarlægðir voru úr honum nýrnasteinar en Lee telur víst að hann mæti fljótt aftur í vinnuna.

"Þetta hafa verið viðburðaríkir dagar fyrir hann. Hann fann mikið til fyrr í vikunni en hann er á batavegi og verður klár á sunnudaginn. Ég hef hringt í hann á hverjum degi og sett hann inn í stöðu mála," sagði Lee á heimasíðu Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×