Innlent

Hálfs árs fangelsi fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í hálfs árs fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal ítrekuð umferðarlagabrot og eina líkamsárás.

Alls var maðurinn stöðvaður fimm sinnum eftir að hafa ekið án ökuréttinda í borginni. Þá var hann einu sinni tekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og enn fremur gripinn með lítilræði af fíkniefnum í fórum sínum. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir að hafa ráðist á starfsmann Vínbúðar ÁTVR í Kópavogi, tekið hann hálstaki og kýlt hann þegar starfsmaðurinn var að kanna hvort hann hefði stolið áfengisflösku.

Hinn ákærði var sakfelldur fyrir öll brotin en hann á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1999. Var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×