Fótbolti

Kristján Örn: Þetta var ekki víti

Kristján var ósáttur við vítaspyrnudóminn
fréttablaðið/vilhelm
Kristján var ósáttur við vítaspyrnudóminn fréttablaðið/vilhelm

Kristján Örn Sigurðsson gaf Skotum vítaspyrnu á klaufalegan hátt og var alls ekki sáttur við dómara leiksins.

„Ég er ekki sammála dómaranum að þetta hafi verið víti en ég gef honum samt séns á því að flauta á hann. Ég á að standa í stað þess að fara niður í þessari stöðu. Við megum ekki tapa þeim leikjum sem við erum betri í ef við ætlum að komast áfram úr þessum riðli þannig að þetta var hrikalega slæmt hjá okkur. Ég er alls ekki sáttur við leikinn, við töpum 2-1,“ sagði Kristján.- gmi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×