Innlent

Ný gjaldeyrislög leggja hömlur á flutning fjár úr landi

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gærkvöldi.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gærkvöldi.

Stjórnendur útflutningsfyrirtækja eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi ef þeir skila ekki heim gjaldeyri, sem aflað er erlendis og hömlur verða lagðar á flutning fjármuna úr landi, samkvæmt frumvarpi, sem samþykkt var á Alþingi á fimmta tímanum í nótt og öðlast þegar gildi.

Þessi ráðstöfun stendur í tvö ár, eða jafnlengi og lánasamningurinn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Frumvarpið var lagt fam í gærkvöldi og fjallaði viðskiptanefnd þingsins um það fram yfir miðnætti.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í viðtali við Morgunblaðið að lögin muni stórskaða íslenskt viðskiptalíf þar sem verið sé að framlengja gjaldeyrishöftin og gera þau víðtækari. Traust á íslensku viðskiptalífi muni minnka með þeim.Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.