Íslenski boltinn

Enn tapar KR í Kaplakrika

Tryggvi Guðmundsson skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu
Tryggvi Guðmundsson skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu

KR-ingar hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum við FH í Kaplakrika undanfarin ár og á því varð engin breyting í kvöld. FH vann 2-0 sigur og skellti sér í annað sæti deildarinnar, en KR er í níunda sætinu með aðeins þrjú stig eftir fjórar umferðir.

KR-ingar voru reyndar mjög grimmir í fyrri hálfleiknum í kvöld og fengu nokkur úrvalsfæri áður en Matthías Vilhjálmsson kom FH yfir á 33. mínutu. Matthías var í fyrsta sinn í byrjunarliði FH í sumar.

Aðeins fimm mínútum síðari innsiglaði svo Tryggvi Guðmundsson sigur FH-inga með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Tryggvi skrúfaði boltann laglega framhjá varnarvegg KR-inga og í bláhornið fram hjá Kristjáni Finnbogasyni.

Segja má að úrslit leiksins hafi svo ráðist á 65. mínútu þegar Gunnlaugur Jónsson fékk að líta rauða spjaldið í liði KR og eftirleikurinn var heimamönnum auðveldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×