Enski boltinn

Marlon King í vandræðum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Marlon King fagnar marki.
Marlon King fagnar marki.

Sóknarmaðurinn Marlon King hjá Hull var handtekinn í gær þegar hann gaf sig fram við lögreglu. Hann hefur verið ásakaður um að hafa ráðist á tvítuga konu á bar á sunnudag.

King hefur verið látinn laus gegn tryggingu en talsmaður Hull City neitaði að tjá sig um málið. King er á lánssamning frá Wigan en á laugardag skoraði hann sigurmark Hull í 2-1 sigri á Middlesbrough.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×