Innlent

Björguðu hundi í Heiðmörk

Frá Heiðmörk.
Frá Heiðmörk.

Lögreglu- og björgunarmönnum tókst á sjöunda tímanum í gærkvöldi að bjarga hundi, sem fallið hafði ofan í tíu metra djúpa gjá í Heiðmörk og gat sig hvergi hrært.

Eigandinn, sem hafði verið að viðra hundinn, kallaði eftir hjálp eftir að hundurinn féll og sigu tveir björgunarsveitarmenn eftir honum. Þrátt fyrir fallið var hann lítið meiddur og mun ná sér að fullu. Annar hundur féll ofan í gjótu í Heiðmörk fyrir nokkrum dögum og slapp ómeiddur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×