Fótbolti

Burley: Ísland getur reitt stig af öllum liðum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
George Burley, landsliðsþjálfari Skota.
George Burley, landsliðsþjálfari Skota. Nordic Photos / Getty Images
George Burley, landsliðsþjálfari Skotlands, var vitanlega hæstánægður með sína menn eftir 2-1 sigur þeirra á Íslandi í undankeppni HM 2010 í kvöld.

Burley sagðist vera ánægður með frammistöðu leikmanna en að það hafi verið annað markið sem hafi gert útslagið.

„Það var mikilvægt að komast tveimur mörkum yfir og nauðsynlegt til að vinna leikinn."

„En íslenska liðið var mjög gott. Leikmennirnir hreyfðu sig vel og Eiður Guðjohnsen er greinilega mjög snjall leikmaður. Það var auðvelt að sjá af hverju þeir náðu góðum úrslitum í Noregi."

„Ég held að Ísland og Makedónía geti tekið stig af öllum liðunum í þessum riðli," bætti hann við í lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×