Enski boltinn

Englendingar ætla í undanúrslit

Knattspyrnusambandið hefur lagt Fabio Capello línurnar fyrir næstu stórmót
Knattspyrnusambandið hefur lagt Fabio Capello línurnar fyrir næstu stórmót NordcPhotos/GettyImages

Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út áætlanir sínar með landsliðið á HM 2010 og EM 2012 og ætlar Fabio Capello að koma liðinu í það minnsta í undanúrslit á öðru hvoru mótinu.

Enska landsliðið hefur ekki komist í undanúrslit á síðustu fjórum stórmótum, eða síðan enska landsliðið tapaði í vítakeppni í undanúrslitum fyrir Þjóðverjum á EM árið 1996 - þá undir stjórn Terry Venables.

Eins og flestir vita verður enska landsliðið ekki með á EM í sumar eftir brokkgenga undankeppni þar sem liðið sat eftir í kjölfar taps fyrir Króötum á heimavelli í lokaleik undankeppninnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×