Enski boltinn

Hleb fer frá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Hleb, leikmaður Arsenal.
Alexander Hleb, leikmaður Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Umboðsmaður Alexander Hleb segir að hann muni fara frá Arsenal í sumar og þar með hafna samningstilboði frá Arsenal.

Hleb hefur lengi verið orðaður við Inter á Ítalíu en umboðsmaður hans, Nikolai Shpilevski, sagði við fjölmiðla í Hvíta-Rússlandi að Hleb væri á leið frá Arsenal.

„Hann er nú að undirbúa sig fyrir mikilvægustu breytingu lífs síns," sagði hann. „Tíminn mun leiða í ljós hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun en það er ekki aftur snúið nú. Þetta mun allt skýrast á næstu tveimur vikum."

Hleb kom til Arsenal frá Stuttgart í Þýskalandi árið 2005 og hefur skorað sjö mörk í 89 deildarleikjum fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×