Innlent

Matthías skipaður landlæknir tímabundið

Matthías Halldórsson.
Matthías Halldórsson.

Matthías Halldórsson, sem verið hefur aðstoðarlandlæknir síðastliðin 18 ár, hefur tekið tímabundið við embætti landlæknis. 1. nóvember lét Sigurður Guðmundsson af starfi sem landlæknir eftir tíu ár í embætti. Sigurður hefur tekið til starfa sem forseti nýstofnans heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Matthías hefur áður gegnt starfi landlæknis um eins árs skeið, 2006-2007, þegar hann leysti Sigurð af meðan hann var í leyfi frá störfum í Malaví.

Kristján Oddson, yfirlæknir hjá embættinu, mun gegna starfi aðstoðarlandlæknis tímabundið, en hann gegndi því starfi á meðan Sigurður var í Malaví. Þessi skipan verður á höfð meðan embætti landlæknis og aðstoðarlandlæknis hafa ekki verið auglýst.

Sigurður tók við sem landlæknir 1. desember 1998 af Ólafi Ólafssyni og var fjórtándi læknirinn sem gegnir stöðu landlæknis frá upphafi, en embættið var stofnað árið 1760.






Tengdar fréttir

Kveður landlæknisembættið með söknuði

Sigurður Guðmundsson, landlæknir og verðandi forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, segist kveðja landlæknisembættið með miklum söknuði.

Landlæknir verður forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ

Kristín Ingólfsdóttir tilkynnti nú í hádeginu hvaða fimm menn stýra nýjum fræðasviðun Háskóla Íslands. Sviðunum var komið á um leið og breytingar voru gerðar á stjórnskipan háskólans um leið og hann sameinaðist Kennaraháskóla Íslands. Sigurður Guðmundsson verður forseti heilbrigðisvísindasviðs og mun hann því láta af embætti landlæknis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×