Erlent

Caroline Kennedy sækist eftir sæti Hillary Clinton

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Caroline Kennedy.
Caroline Kennedy.

Caroline Kennedy, dóttir forsetans fyrrverandi, John F. Kennedy, og dyggur stuðningsmaður Baracks Obama, hefur lýst því yfir að hún sækist eftir sæti Hillary Clinton í öldungadeild Bandaríkjaþings þegar Clinton tekur sæti utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar Obama.

Taki David Paterson, ríkisstjóri New York-ríkis, þetta til greina mun Caroline verma sama sæti og föðurbróðir hennar, Robert Kennedy, sem var skotinn til bana árið 1968, tæpum fimm árum á eftir bróður sínum, forsetanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×