Enski boltinn

Keegan hættur hjá Newcastle

NordicPhotos/GettyImages

Kevin Keegan hefur hætt störfum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle eftir aðeins rúmlega hálft ár í starfi.

Hinn 57 ára gamli Keegan fundaði með stjórn Newcastle í dag þar sem talið er að umræðuefnið hafi verið óánægja stjórans með leikmannakaup félagsins fyrir lokun gluggans í gær.

Newcastle fékk aðeins miðjumanninn Ignacio Gonzalez til sín á lánssamningi.

Fregnir herma að hópur stuðningsmanna Newcastle hafi safnast saman á St. Jame´s Park, heimavelli liðsins, til að mótmæla yfirvofandi brottför stjórans. Sagt er að samband Keegan og eiganda félagsins Mike Ashley hafi verið orðið frekar dapurt.

Keegan var einnig stjóri Newcastle á árunum 1992-1997, en enskir fjölmiðlar tippa á það að Dennis Wise muni taka við starfi Keegan nú. Wise var fenginn til Newcastle um svipað leyti og Keegan og það var í hans verkahring að sjá um leikmannakaup.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×