Fótbolti

Nóg til af miðum á Ullevaal

Ekki er hægt að segja að miðar hafi rokið út á leik Norðmanna og Íslendinga á Ullevaal leikvanginum á morgun, en rúmlega 4000 miðar munu vera óseldir á leikinn.

Talsmaður norska knattspyrnusambandsins segist þó ekki vera búinn að gefa upp alla von um að uppselt verði á leikinn, því miðar hafi selst jafnt og þétt.

Þjóðarleikvangur Norðmanna í Osló tekur rúmlega 25,500 áhorfendur í sæti, en áhorfendum hefur verið fækkað á síðustu árum eftir að hann tók eitt sinn 35,000 manns. Leikvangurinn var byggður árið 1926.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×