Erlent

Árásarmaðurinn í Stokkhólmi er ófundinn

Þrír særðust mikið þegar karlmaður hóf skothríð í spilavíti í Svíþjóð í gær. Árásarmaðurinn er enn ófundinn. Árásin átti sér stað við Cosmopol spilavítið í miðborg Stokkhólms í gær. Mikil hræðsla greip um sig meðal gesta spilavítisins.

Árásarmaðurinn vildi fá inngöngu í spilavítið en var neitað. Hann fór í burtu en sneri aftur vopnaður skammbyssu.

Hóf hann umsvifalaust skothríð og særði öryggisvörð og tvær konur. Að því loknu hljóp maðurinn í burtu.

Fólkið var flutt á spítala en lögregla leitar nú mannsins. Strax eftir árásina leitaði lögregla neðanjarðarlestum og bílum og notaði til þess meðal annars sporhunda og þyrlur.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×