Fótbolti

Hvetur Frakka til að slökkva á sjónvarpinu

Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakka í knattspyrnu, skorar á landa sína að horfa ekki á Ólympíuleikana í Peking ef þeir vilji mótmæla ofríki kínverskra stjórnvalda gangnvart Tíbetum.

"Frakkar segja að þeir vilji Ólympíuleikana ekki í Peking því það sé hneyksli að leyfa þeim að halda þá í ljósi ástandsins í mannréttindamálum í Kína. Við þetta fólk segi ég eindaldlega - slökkvið á sjónvarpinu," sagði Domenech í samtali við franska dagblaðið Le Monde.

"Þetta yrðu viðeigandi mótmæli því þarna gæti fólk gert eitthvað og tekið ábyrgð í stað þess að gagnrýna aðra. Ég mun í það minnsta ekki horfa á þetta í sjónvarpinu," sagði landsliðsþjálfarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×