Fótbolti

Henke Larsson með Svíum á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Henrik Larsson í leik með Manchester United á síðasta tímabili.
Henrik Larsson í leik með Manchester United á síðasta tímabili. Nordic Photos / Getty Images

Henrik Larsson verður með Svíum á EM í fótbolta en Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Svía, tilkynnti hópinn í dag. Larsson er á mála hjá Helsingborg sem leikur í sænsku úrvalsdeildinni.

Larsson spilaði síðast með sænska landsliðinu á HM í Þýskalandi og ætlaði þá að segja það gott með landsliðinu. Hann hefur ekkert spilað með Svíum síðan þá.

Larsson er 36 ára gamall og hefur átt góðu gengi að fagna með Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni. Ólafur Ingi Skúlason leikur einnig með liðinu en er nú frá vegna meiðsla.

EM-hópur Svía:

Markverðir:

1. Andreas Isaksson, Manchester City

12. Rami Shaaban, Hammarby

13. Johan Wiland, Elfsborg

Varnarmenn:

2. Mikael Nilsson, Panathinaikos

3. Olof Mellberg, Aston Villa/Juventus

4. Petter Hansson, Rennes

5. Fredrik Stoor, Rosenborg

7. Niclas Alexandersson, IFK Göteborg

14. Daniel Majstorovic, Basel

15. Andreas Granqvist, Helsingborg

23. Mikael Dorsin, Cluj

Miðvallarleikmenn:

6. Tobias Linderoth, Galatasaray

8. Anders Svensson, Elfsborg

9. Fredrik Ljungberg, West Ham

16. Kim Källström, Lyon

18. Sebastian Larsson, Birmingham

19. Daniel Andersson, Malmö FF

21. Christian Wilhelmsson, Deportivo La Coruna

Framherjar:

10. Zlatan Ibrahimovic, Inter

11. Johan Elmander, Toulouse

17. Henrik Larsson, Helsingborg

20. Marcus Allbäck, FC Köpenhamn

22. Markus Rosenberg, Werder Bremen

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×