Erlent

Elísabet drottning dauf í jóladagsávarpi

Áhyggjur af efnahagsástandinu og ofbeldi í heiminum hafa dregið úr jólagleðinni, að mati Elísabetar Englandsdrottningar. Samkvæmt Reuters-fréttastöðinni var heldur dauflegur tónn í ávarpi hennar í þetta sinn.

Í árlegu jóladagsvarpi sínum fjallaði hin 82 ára gamla drottning meðal annars um hvernig efnahagsástandið í Bretlandi hafi varpað skugga á hefðbundin hátíðahöld jólanna. Elísabet hvatti fólk til að sýna jákvæðni og hugrekki á þeim erfiðu tímum sem framundan eru.

Jólaávarpi drottningarinnar hefur verið útvarpað, og síðar sjónvarpað, allt frá árinu 1957 og leggja milljónir manna við hlustir á ári hverju.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×