Fótbolti

Landsliðshópurinn tilkynntur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir er á sínum stað í landsliðshópnum.
Margrét Lára Viðarsdóttir er á sínum stað í landsliðshópnum. Mynd/Hörður

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshópinn sem mætir Frökkum í undankeppni EM 2009 ytra á laugardaginn.

Þetta er lokaleikur liðanna í riðlinum en Íslandi nægir jafntefli til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og þar með þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi á næsta ári.

Ef Ísland tapar hins vegar leiknum þarf liðið að taka þátt í umspili um laust sæti á EM í Finnlandi.

Ísland vann fyrri leikinn á Laugardalsvelli, 1-0, með marki Margrétar Láru Viðarsdóttur. Það er eina markið sem Frakkar hafa fengið á sig í keppninni til þessa.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:

Þóra B. Helgadóttir, Anderlecht

María Björg Ágústsdóttir, KR

Varnarmenn:

Katrín Jónsdóttir, Val

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, KR

Ásta Árnadóttir, Val

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, KR

Embla Sigríður Grétarsdóttir, KR

Sif Atladóttir, Val

Miðvallarleikmenn:

Edda Garðarsdóttir, KR

Dóra Stefánsdóttir, LDB FC Malmö

Erla Steina Arnardóttir, Kristianstad

Katrín Ómarsdóttir, KR

Sara Björk Gunnarsdóttir, Breiðabliki

Harpa Þorsteinsdóttir, Breiðabliki

Framherjar:

Margrét Lára Viðarsdóttir, Val

Dóra María Lárusdóttir, Val

Hólmfríður Magnúsdóttir, KR

Rakel Hönnudóttir, Þór






Fleiri fréttir

Sjá meira


×