Erlent

Obama með örugga forystu tveimur dögum fyrir kosningar

Barack Obama er með örugga forystu á John Mccain samkvæmt skoðannakönnunum þegar aðeins tveir dagar eru til forsetakosninganna í Bandaríkjunum.

Ný skoðannakönnun á vegum Reuters og fleiri sýnir að forskot Obama er 6%, fær hann 50% á móti 44% sem styðja McCain. Samkvæmt daglegri könnun Gallup er munurinn enn meiri eða nær 10%.

Og kannanir sýna að munurinn er mikill á milli þeirra, eða 17%, hjá þeim kjósendum sem þegar hafa greitt atkvæði sitt.

Eina ríkið þar sem McCain vinnur á er Pennsylvania en þar hefur McCain bætt við sig 5% fylgi frá síðustu könnunum. Sam sem áður er Obama með 8% forskot á McCain í því ríki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×