Boðuð mótmæli höfðu ekki áhrif á handtöku Hauks 23. nóvember 2008 17:42 Haukur Hilmarsson. Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar leggur áherslu á að handataka Hauks Hilmarssonar hafði ekkert með boðuð mótmæli á Austurvelli í gær að gera. Hauki hafi verið gefinn kostur á því við handtöku á föstudaginn að greiða sektina og komast þannig hjá afplánun vararefsingarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri hjá innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaði, ritar undir. Haukur flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn á föstudagskvöldið. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara. Í tilkynningunni kemur fram að Haukur hóf afplánun vararefsingar vegna tveggja sektardóma í ágústmánuði 2007 eins og fram hefur komið. ,,Eftir að hann hafði afplánað vararefsingu annars dómsins varð að vísa honum frá vegna plássleysis í fangelsum ríkisins og gert ráð fyrir að hann afplánaði hinn dóminn síðar," segir í tilkynningunni. 11. nóvember var Haukur eftirlýstur til handtöku af innheimtumiðstöðinni í miðlægu kerfi lögreglunnar vegna afplánunar vararefsingar en hvorki hafði verið greitt eða samið um eftirstandandi sekt. ,,Umræddur aðili var fyrir mistök starfsmanna innheimtumiðstöðvarinnar ekki boðaður að nýju til afplánunar. Það skal tekið fram að ferill þessa máls er einsdæmi hvað varðar að færa menn til afplánunar að nýju eftir að hafa afplánað vararefsingu að hluta." Þá kemur fram í tilkynningunni að á síðustu fjórum vikum hafi 150 einstaklingar verið eftirlýstir í handtöku vegna afplánunar vararefsingar sekta af innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar. Í síðustu viku voru sjö þeirra handteknir og færðir til afplánunar. Tengdar fréttir Segir lögreglu hafa beitt lágmarks valdbeitingu ,,Varnarúðinn var það eina sem við beittum. Það var tekist á þetta verkefni með algjöri lágmarks valdbeitingu," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um atburði dagsins. 22. nóvember 2008 20:00 Út með Hauk- Inn með Geir Fimm hundruð manns söfnuðust frammi fyrir lögreglustöðinni í Reykjavík í gær og kröfðust þess að Haukur Hilmarsson yrði látinn laus. 23. nóvember 2008 06:00 Haukur Bónusfánaflaggari laus úr haldi Haukur Hilmarsson sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði og var handtekinn í gærkvöldi var sleppt lausum nú fyrir stundu. Fjölmennur hópur fólks hafði þá staðið fyri mótmælum fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og krafist þess að honum yrði sleppt. 22. nóvember 2008 18:05 Var ekki handtekinn til að koma í veg fyrir þátttöku í mótmælum Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. 23. nóvember 2008 12:06 Boðaði byltingu við fögnuð Mótmælandinn Haukur Hilmarsson boðaði í gær „algjöra, almenna og tafarlausa byltingu“ eftir að honum var sleppt úr fangelsi um sexleytið í gærkvöldi. 23. nóvember 2008 05:00 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar leggur áherslu á að handataka Hauks Hilmarssonar hafði ekkert með boðuð mótmæli á Austurvelli í gær að gera. Hauki hafi verið gefinn kostur á því við handtöku á föstudaginn að greiða sektina og komast þannig hjá afplánun vararefsingarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri hjá innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaði, ritar undir. Haukur flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn á föstudagskvöldið. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara. Í tilkynningunni kemur fram að Haukur hóf afplánun vararefsingar vegna tveggja sektardóma í ágústmánuði 2007 eins og fram hefur komið. ,,Eftir að hann hafði afplánað vararefsingu annars dómsins varð að vísa honum frá vegna plássleysis í fangelsum ríkisins og gert ráð fyrir að hann afplánaði hinn dóminn síðar," segir í tilkynningunni. 11. nóvember var Haukur eftirlýstur til handtöku af innheimtumiðstöðinni í miðlægu kerfi lögreglunnar vegna afplánunar vararefsingar en hvorki hafði verið greitt eða samið um eftirstandandi sekt. ,,Umræddur aðili var fyrir mistök starfsmanna innheimtumiðstöðvarinnar ekki boðaður að nýju til afplánunar. Það skal tekið fram að ferill þessa máls er einsdæmi hvað varðar að færa menn til afplánunar að nýju eftir að hafa afplánað vararefsingu að hluta." Þá kemur fram í tilkynningunni að á síðustu fjórum vikum hafi 150 einstaklingar verið eftirlýstir í handtöku vegna afplánunar vararefsingar sekta af innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar. Í síðustu viku voru sjö þeirra handteknir og færðir til afplánunar.
Tengdar fréttir Segir lögreglu hafa beitt lágmarks valdbeitingu ,,Varnarúðinn var það eina sem við beittum. Það var tekist á þetta verkefni með algjöri lágmarks valdbeitingu," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um atburði dagsins. 22. nóvember 2008 20:00 Út með Hauk- Inn með Geir Fimm hundruð manns söfnuðust frammi fyrir lögreglustöðinni í Reykjavík í gær og kröfðust þess að Haukur Hilmarsson yrði látinn laus. 23. nóvember 2008 06:00 Haukur Bónusfánaflaggari laus úr haldi Haukur Hilmarsson sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði og var handtekinn í gærkvöldi var sleppt lausum nú fyrir stundu. Fjölmennur hópur fólks hafði þá staðið fyri mótmælum fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og krafist þess að honum yrði sleppt. 22. nóvember 2008 18:05 Var ekki handtekinn til að koma í veg fyrir þátttöku í mótmælum Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. 23. nóvember 2008 12:06 Boðaði byltingu við fögnuð Mótmælandinn Haukur Hilmarsson boðaði í gær „algjöra, almenna og tafarlausa byltingu“ eftir að honum var sleppt úr fangelsi um sexleytið í gærkvöldi. 23. nóvember 2008 05:00 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Segir lögreglu hafa beitt lágmarks valdbeitingu ,,Varnarúðinn var það eina sem við beittum. Það var tekist á þetta verkefni með algjöri lágmarks valdbeitingu," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um atburði dagsins. 22. nóvember 2008 20:00
Út með Hauk- Inn með Geir Fimm hundruð manns söfnuðust frammi fyrir lögreglustöðinni í Reykjavík í gær og kröfðust þess að Haukur Hilmarsson yrði látinn laus. 23. nóvember 2008 06:00
Haukur Bónusfánaflaggari laus úr haldi Haukur Hilmarsson sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði og var handtekinn í gærkvöldi var sleppt lausum nú fyrir stundu. Fjölmennur hópur fólks hafði þá staðið fyri mótmælum fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og krafist þess að honum yrði sleppt. 22. nóvember 2008 18:05
Var ekki handtekinn til að koma í veg fyrir þátttöku í mótmælum Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. 23. nóvember 2008 12:06
Boðaði byltingu við fögnuð Mótmælandinn Haukur Hilmarsson boðaði í gær „algjöra, almenna og tafarlausa byltingu“ eftir að honum var sleppt úr fangelsi um sexleytið í gærkvöldi. 23. nóvember 2008 05:00