Innlent

Boðuð mótmæli höfðu ekki áhrif á handtöku Hauks

Haukur Hilmarsson.
Haukur Hilmarsson.

Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar leggur áherslu á að handataka Hauks Hilmarssonar hafði ekkert með boðuð mótmæli á Austurvelli í gær að gera. Hauki hafi verið gefinn kostur á því við handtöku á föstudaginn að greiða sektina og komast þannig hjá afplánun vararefsingarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri hjá innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaði, ritar undir.

Haukur flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn á föstudagskvöldið. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara.

Í tilkynningunni kemur fram að Haukur hóf afplánun vararefsingar vegna tveggja sektardóma í ágústmánuði 2007 eins og fram hefur komið. ,,Eftir að hann hafði afplánað vararefsingu annars dómsins varð að vísa honum frá vegna plássleysis í fangelsum ríkisins og gert ráð fyrir að hann afplánaði hinn dóminn síðar," segir í tilkynningunni.

11. nóvember var Haukur eftirlýstur til handtöku af innheimtumiðstöðinni í miðlægu kerfi lögreglunnar vegna afplánunar vararefsingar en hvorki hafði verið greitt eða samið um eftirstandandi sekt. ,,Umræddur aðili var fyrir mistök starfsmanna innheimtumiðstöðvarinnar ekki boðaður að nýju til afplánunar. Það skal tekið fram að ferill þessa máls er einsdæmi hvað varðar að færa menn til afplánunar að nýju eftir að hafa afplánað vararefsingu að hluta."

Þá kemur fram í tilkynningunni að á síðustu fjórum vikum hafi 150 einstaklingar verið eftirlýstir í handtöku vegna afplánunar vararefsingar sekta af innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar. Í síðustu viku voru sjö þeirra handteknir og færðir til afplánunar.


Tengdar fréttir

Segir lögreglu hafa beitt lágmarks valdbeitingu

,,Varnarúðinn var það eina sem við beittum. Það var tekist á þetta verkefni með algjöri lágmarks valdbeitingu," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um atburði dagsins.

Út með Hauk- Inn með Geir

Fimm hundruð manns söfnuðust frammi fyrir lögreglustöðinni í Reykjavík í gær og kröfðust þess að Haukur Hilmarsson yrði látinn laus.

Haukur Bónusfánaflaggari laus úr haldi

Haukur Hilmarsson sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði og var handtekinn í gærkvöldi var sleppt lausum nú fyrir stundu. Fjölmennur hópur fólks hafði þá staðið fyri mótmælum fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og krafist þess að honum yrði sleppt.

Boðaði byltingu við fögnuð

Mótmælandinn Haukur Hilmarsson boðaði í gær „algjöra, almenna og tafarlausa byltingu“ eftir að honum var sleppt úr fangelsi um sexleytið í gærkvöldi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.