Erlent

Hryðjuverkamaðurinn í Glasgow skyldi eftir skilaboð

Bíllinn á flugvellinum í Glagsow
Bíllinn á flugvellinum í Glagsow

Kafeel Ahmed lést af brunasárum eftir sjálfsmorðsárás sem hann gerði á flugvöllinn í Glasgow í júní á síðasta ári. Kafeel þessi komst í fréttirnar hér á landi þar sem hann hafði beðið bróður sinn að segja lögreglunni að hann væri námsmaður á Íslandi, þar sem hann legði stund á nám í tengslum við hlýnun jarðar. Fyrir rétti í dag kom fram að hann skyldi eftir sig skilaboð þar sem hann varaði við „árás á heimkynni djöfulsins".

Kviðdómurinn í Woolwich Crown fékk einnig að heyra um að „Kall hins heilaga stríðs" hefði verið „hávært og aðgengilegt" og Ahmed baðst afsökunar á því að hafa logið að fjölskyldu sinn um „verkefnið" sem hann vann að.

Fyrir dómi eru Bilal Abdulla og Mohammed Asha sem eru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að ráðast á flugvöllinn og sprengja bílsprengju í miðborg London degi áður. Þeir neita báðir.

Fyrir dómi hefur þegar komið fram að Ahmed hafi látist af brunasárum sem hann hlaut eftir að hafa keyt jeppa fullan af bensíni og gaskútum á flugstöðvarbygginguna í Glasgow.

Einnig kom fram að Ahmed hafði sent bróður sínum smáskilaboð sem leiddu hann í pósthólf sem innihélt tvo tölvupósta. Annar þeirra fjallaði einmitt um umræddar lygar um að hann væri í námi á Íslandi.

Þar voru einnig skilaboð til fjölskyldumeðlima þar sem hann sagði „Ég og nokkrir bræður höfum fengið tækifæri til þess að ráðast á heimkynni djöfulsins, það er það sem við vorum að reyna með hjálp Allah."

Hann þakkaði föður sínum einnig fyrir það stranga uppeldi sem hann hafði veitt honum og bætti við „Kall hins heilaga stríðs var hávært og aðgengilegt", á meðan hann skrifaði til móður sinnar að „Einhver þarf að gera eitthvað, afhverju einhver annar, afhverju ekki sonur þinn? Vertu örlát og fórnaðu syni þínum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×