Erlent

Leita eftirlýstra Breta á Spáni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá Madrid.
Frá Madrid.

Breska lögreglan skorar á Breta sem búsettir eru á Spáni að tilkynna um þá nágranna sína þar syðra sem eftirlýstir eru fyrir hvers kyns glæpi.

Birtir dagblaðið Telegraph í dag langan lista yfir nöfn sakamanna, þau afbrot sem grunur leikur á að þeir hafi framið auk útlitslýsingar. Þá fylgja upplýsingar um þau nöfn sem vitað er að viðkomandi hafi notað til að fara huldu höfði. Til að mynda er vitað um allt að tíu slík aukanöfn Anthonys nokkurs Kearney frá Skotlandi, sem eftirlýstur er fyrir fjársvik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×