Erlent

Sonur bin Ladens fær ekki hæli á Spáni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Omar bin Laden í sjónvarpsviðtali í Róm fyrir stuttu.
Omar bin Laden í sjónvarpsviðtali í Róm fyrir stuttu. MYND/Getty Images

Spænsk yfirvöld hafa hafnað beiðni Omars bin Ladens, eins sona hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Ladens, um pólitískt hæli þar í landi.

Omar steig út úr flugvél á flugvellinum í Madrid á mánudag og lagði fram beiðnina. Spænska innanríkisráðuneytið hefur samkvæmt reglum 72 klukkustunda frest til að svara beiðni þeirra sem leita eftir hæli sem pólitískir flóttamenn. Er þess meðal annars krafist að álits Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sé leitað og það var sú stofnun sem lagðist gegn því að veita hælið. Engin ástæða hefur verið gefin upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×