Kevin Nolan telur að Bolton eigi að halda Gary Megson sem knattspyrnustjóra liðsins þó svo að liðið falli úr ensku úrvalsdeildinni.
Bolton hefur gengið vel að undanförnu en er engu að síður aðeins einu stigi frá fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir. Megson var fenginn til liðsins eftir að Sammy Lee var rekinn frá félaginu.
„Gary hefur lagt mikið á sig síðan hann kom til félagsins. Hann getur vel haldið okkur í úrvalsdeildinni og stýrt liðinu á þann stall sem það á heima á."
„Ef við höldum áfram að láta knattspyrnustjórana okkar fara er hætt við því að félagið verði óstöðugt. Ef það gerist er hætt við því að leiðin liggi bara niður á við."