Enski boltinn

Hermann í byrjunarliði Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Skorar Hermann sitt fjórða mark á leiktíðinni í dag?
Skorar Hermann sitt fjórða mark á leiktíðinni í dag? Nordic Photos / Getty Images

Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Portsmouth á nýjan leik eftir að hafa misst af síðasta leik liðsins þar sem hann tók út leikbann.

Hermann fer í sína gömlu stöðu, vinstri bakvörð, en Portsmouth mætir Middlesbrough á útivelli í dag. Portsmouth á í baráttu við Everton og Aston Villa um sæti í UEFA-bikarkeppninni en Middlesbrough er í fimmtánda sæti deildarinnar með 36 stig.

Ívar Ingimarsson er á sínum stað í vörn Reading en Brynjar Björn Gunnarsson er ekki í leikmannahópi liðsins þó svo að hann hafi spilað með varaliði Reading í vikunni. Brynjar hefur ekki spilað með Reading síðan í janúar vegna meiðsla.

Síðar í dag verður Bolton, lið Grétars Rafns Steinssonar og Heiðars Helgusonar, í eldlínunni gegn Blackburn. Sá leikur hefst klukkan 16.15 en hinir tveir leikirnir nú klukkan 14.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×