Innlent

Guðjón tekur við formennsku í Alþjóðasamtökum MND-félaga

Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins á Íslandi, hefur formlega tekið við formennsku í stjórn Alþjóðasamtaka MND-félaga.

Það gerði hann í Birmingham í lok síðasta mánaðar. Guðjón tekur við af Rod Harris frá Ástralíu og verður formaður næstu fjögur árin. Í samtökunum eru 49 þjóðir eða samtök. Eitt af verkefnum Guðjóns verður að fjölga aðildarlöndum og tryggja stóraukið fjármagn til rannsókna á MND-sjúkdómnum eins og segir í tilkynningu MND-félagsins. Markmiðið er að félagsskapurinn verði óþarfur vegna þess að lækning finnist fyrir fólk með MND.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×