Erlent

Stóraðgerð gegn mafíustarfsemi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt en var tekin þegar mafíuforinginn Salvatore Lo Piccolo var handtekinn á Sikiley í fyrra.
Myndin tengist ekki þessari frétt en var tekin þegar mafíuforinginn Salvatore Lo Piccolo var handtekinn á Sikiley í fyrra. MYND/AFP

Þaulskipulögð aðgerð ítölsku lögreglunnar í gær lamaði að stórum hluta starfsemi mafíunnar í Palermo, höfuðborg Sikileyjar. Rúmlega 1.200 lögreglumenn ásamt þyrlusveitum tóku þátt í aðgerðinni og handtóku 89 menn sem grunaðir eru um að tengjast mafíustarfsemi.

Að sögn lögreglunnar var markmið aðgerðarinnar að lama yfirstjórn mafíunnar á Sikiley og ljúka þar með því starfi sem hófst með handtöku guðföðurins Toto Riina snemma á síðasta áratug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×