Aðeins þriðjungur lesenda Vísis telur að Rafael Benitez eigi enn erindi í starf knattspyrnustjóra Liverpool.
66,6 prósent lesenda Vísis svöruðu eftirfarandi spurningu játandi: „Er Rafael Benitez kominn á endastöð með Liverpool?"
Hlutfallið batnaði reyndar aðeins eftir að Liverpool vann Inter í Meistaradeild Evrópu í gær. Áður en leikurinn hófst höfðu þrír af hverjum fjórum sem svöruðu spurningunni gert svo játandi.
Í dag snýst spurningin á íþróttavef Vísis um landsliðsmál í handbolta. HSÍ á nú í viðræðum við Aron Kristjánsson, þjálfara Hauka, eftir að hafa fengið þrjár neitanir í röð í leit sinni að nýjum landsliðsþjálfara í handbolta.
Spurning hljómar svo: „ Er Aron Kristjánsson rétti maðurinn í starf landsliðsþjálfara?" og má taka þátt hér vinstra megin á síðunni.