Erlent

Nóbelsverðlaunahafinn Harold Pinter látinn

Breska leikskáldið og nóbelsverðlaunarhafinn Harold Pinter er látinn 78 ára að aldri. Pinter lést í gær á aðfangadagskvöld eftir að hafa barist við krabbamein undanfarin ár. Hans hefur verið minnst víða í Bretlandi í dag.

Pinter fæddist í Lundúnum árið 1930. Hann lék á sviði sem unglingur og fékk inngöngu í konunglega leiklistarskólann árið 1948 og lék á næstu árum í fjölda leikverka undir sviðsnafninu David Baron.

Fyrsta leikrit Pinters sem sett var á fjalirnar árið 1597 í Bristol var Herbergið. Í kjölfarið komu síðan þekktustu verk hans Afmælisveislan einnig 1957 og Húsvörðurinn 1959 og Heimkoman 1964. Afmælisveislan er eitt af þekktstu verkum hans.

Árið 2005 hlaut Pinter Bókmenntaverðlaun Nóbels en vegna veikinda gat hann ekki veitt þeim viðtöku í Stokkhólmi.

Fjölmörg verk Pinters hafa verið flutt á sviði hér á landi. Þar á meðal Svik,sem sýnt var á Akureyri og í Borgarleikhúsinu fyrir þremur árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×