Erlent

Þjóðarsorg í Úkraínu - Rússar bjóða fram aðstoð

Viktor Yushchenko forseti Úkraínu og Dmitry Medvedev forseti Rússlands.
Viktor Yushchenko forseti Úkraínu og Dmitry Medvedev forseti Rússlands.

Að minnsta kosti 20 létu lífið þegar fjölbýlishús á í suðurhluta Úkraínu sprakk í loft upp í gær. Talið er að 24 séu enn grafnir í rústunum. Lýst hefur verið yfir þjóðarsorg í landinu og Rússar hafa boðið fram aðstoð sína.

700 björgunarsveitarmenn að störfum

Húsið, sem er bænum Jevpatoría í suðurhluta Úkraínu, var fimm hæðir með 35 íbúðum. Hátt sjötíu manns voru inni í húsinu þegar það sprakk í loft upp laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi að íslenskum tíma.

Um sjö hundruð björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í rústum byggingarinnar í dag. Meðal látinna eru börn og gamalmenni.

Þjóðarsorg

Júlía Tymosjenko, forsætisráðherra Úkraínu, og Viktor Yushchenko forseti landsins komu á slysstaðinn í dag til að kanna aðstæður og votta fólki samúð sína. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, hefur vottað Úkraínumönnum samúð sína og rússnesku þjóðarinnar og jafnframt boðið fram aðstoð rússneska hersins.

Grunur beinist að gaskútum

Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en grunur manna beinist að súrefnis- og gaskútum sem voru geymdir í byggingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×