Erlent

Lati pósturinn

Óli Tynes skrifar
Hálfs árs póstur leyndist í kjallara póstburðarmannsins.
Hálfs árs póstur leyndist í kjallara póstburðarmannsins.

Danskur póstburðarmaður kunni ágætlega við starfið og sótti samviskusamlega póstpokana sína á hverjum degi. Eini gallinn við starfið var að þurfa að bera allt þetta drasl þvers og kruss um Helsingjaeyri.

Það var miklu auðveldara að henda þessu bara ofan í kjallarann hjá sér. Og það gerði hann í hálft ár áður en upp um hann komst.

Rannsókn leiddi í ljós að mörg bréfanna höfðu verið opnuð sem og smápakkar. Og nú er verið að rannsaka hvort í þeim voru peningar eða önnur verðmæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×