Erlent

Juncker vill sjá Obama í forsetastól

MYND/AP

Nokkrir af leiðtogum Evrópusambandsríkja lýstu því yfir í dag að þeir vonuðust til að Barack Obama myndi sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í dag.

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna komu saman til fundar í Brussel í dag og fyrir fundinn lýstu bæði fjármálaráðherra Þýskaland, Peter Steinbrück, og Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, yfir stuðningi við Obama. Þá sagði Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og formaður sambands evruríkja, að ef hann væri Bandaríkjamaður myndi hann kjósa Obama.

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sem er á ferðalagi um ríki Persaflóa vildi hins vegar ekkert gefa upp um það hvern hann vildi sjá í forsetaembættinu. Það væri Bandaríkjamanna að ákveða það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×