Sport

Sjö sigrar af sjö mögulegum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Chen Ruolin.
Chen Ruolin.

Chen Ruolin vann sigur í dýfingum kvenna af 10 metra palli í dag. Þetta var sjöundi sigur Kína í dýfingakeppninni í jafnmörgum greinum.

Sigur Ruolin var sérstaklega sætur fyrir Kínverja þar sem þessi grein hefur oft verið veikasti hlekkur Kínverja. Ruolin er aðeins 15 ára gömul en hún hlaut 447,70 stig. Emilie Heymans frá Kanada hlaut silfurverðlaun og Wang Xin frá Kína hlaut bronsið.

Úrslitaglímur í grísk-rómverskri glímu

Glímukappinn Shirvani Muradov frá Rússlandi vann sigur í 96 kg flokki grísk-rómverskrar glímu í Peking í dag. Hann vann Taimuraz Tigiyev frá Kazakhstan í úrslitaglímunni. Revazi Mindorashvili frá Georgíu bar sigur úr býtum í 84. kg. flokki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×