Sir Alex Ferguson er besti kosturinn í að stýra Ólympíulandsliði Breta á leikunum 2012. Þetta segir Gerry Sutcliffe, ráðherra íþróttamála í Bretlandi.
Bretland hefur ekki sent landslið á Ólympíuleika í 48 ár en stefnan er að gera það 2012 þegar leikarnir verða í London.
„Sir Alex á frábæran feril að baki. Hann er efstur á blaði," sagði Sutcliffe. Ferguson vill sjálfur engu lofa en hann verður orðinn 70 ára þegar leikarnir verða haldnir. Hann vill heldur engu neita og heldur því möguleikanum opnum.