Innlent

Undirstaðan er traust

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.

„Ríkisstjórnin þurfti að tefla hraðskák þegar atburðarrásin með Glitni gekk yfir," sagði Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og starfandi utanríkisráðherra, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Hann sagði að ákvörðunin hefði miðað að því að treysta fjármálalegan stöðugleika.

Össur hrósaði Steingrími fyrir ræðu sína en gagnrýndi Guðna. Hann sagði að Steingrímur hefði talað kjark í þjóðina en Guðni talað kjark úr þjóðinni. Hann gagnrýndi Guðna fyrir að dylgja um að ákvörðun forsætisráðherra um að kaupa Glitni hafi kallað yfir þjóðina þá fjármálakreppu sem hugsanlega sé að ríða yfir núna.

„Undirstaðan er traust - aflvélarnar í atvinnulífinu standa vel," sagði Össur. Hann benti á að tekjur sjávarútvegsins hefðu sjálfsagt aldrei verið meiri og ferðamannaiðnaðurinn hefði sennilega aldrei verið þróttmeiri.








Tengdar fréttir

Staðan kallar á endurskoðun reglna fjármálakerfisins

Þær þrengingar sem Íslendingar horfast í augu við nú kalla á endurskoðun reglna fjármálakerfisins og ofurlauna, sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingarmálaráðherra við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra.

Forystufólk loki sig inni í Höfða og leysi vandann

„Nýfrjálshyggjubyltingin er að éta börnin sín,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Steingrímur gerði efnahagsvandann að þjóðinni að umtalsefni og sagði að lærdómar heimskreppunnar miklu árið 1930 væru að rifjast upp „Hvernig var hægt að endurtaka sömu mistökin byggð á blindri trú á markaðinn?“

Guðni: Stefnuræða Geirs var um ekki neitt

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í kvöld að þjóðin sé slegin fyrir stöðu máli í landinu. Hann sagði hlutverk stjórnmálamanna vera að róa almenning en ræða Geirs hafi aftur á móti ekki verið um neitt.

Geir: Bankarnir búa sig undir mikla varnarbaráttu

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi að allir hafi vitað að góðærið myndi ekki vara endalaust en enginn hafi séð fyrir þann storm sem skalla á efnahagskerfi heimsins.

Hefur áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi

„Allir sem eitthvað huga að núverandi aðstæðum kvíða morgundeginum,“ sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Hann sagði að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking væru að stefna þjóðarskútunni í skipsbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×