Lífið

Umhverfisverndarsinnar ósáttir við Paul McCartney

Bítlinum og grænmetisætunni Paul McCartney er umhugað um umhverfið. Þegar kom að því að endurnýja bílinn kom því ekkert annað til greina en umhverfisvænn tvinnbíll. McCartney ætlar svo að sjálfsögðu ekki að fara ferða sinna sitjandi á líkamsleifum dýra, og því eru sæti bílsins með tauáklæði.

Bíllinn er að sjálfsögðu ekkert drasl, enda Paul efnaður maður þrátt fyrir að hans fyrrverandi Heather hafi reynt að rýja hann inn að skinni. Lexus LS600h tvinnbifreið varð fyrir valinu, og kostaði litlar þrettán milljónir króna.

Umhverfisverndarsinnar eru þó ekki allskostar ánægðir með þennan umhverfisvæna bíl Pauls. Í stað hefðbundinna sjóflutninga var bílnum nefnilega flogið frá Japan til Bretlands, og losaði þar með fjórtán tonn af koltvíoxíði - tuttugu sinnum meira en ef hann hefði verið fluttur sjóleiðina.

Daily Mail hefur það eftir talsmanni samtakanna Carbon Footprint að bítillinn hefði verið mun umhverfisvænni hefði hann fengið sér hefðbundinn bíl. Til að losa sama magn koltvíoxíðs og fór í flugferðina þyrfti hann að keyra bílinn 58 þúsund kílómetra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.