Erlent

Breti orðinn bæjarstjóri á Spáni fyrir slysni

Breti er orðinn bæjarstjóri fyrir slysni í smábæ við Costa Blanca ströndina á Spáni. Mark Lewis er 58 ára gamall og talar vart spænsku en þar sem bæjarstjórinn í San Fulgencio og fjórir aðrir meðlimir bæjarstjórnar eru komnir í fangelsi situr hann uppi með bæjarstjórastólinn.

Að sögn blaðsins Daily Telegraph er Lewis annar af tveimur meðlimum bæjarstjórnarinnar sem ekki hefur verið handtekinn. Allir aðrir í stjórninni sitja nú bakvið lás og slá vegna spillingar. Lewis var skráður í bæjarstjórn sem fjórði varabæjarstjóri San Fulgencio.

Lewis vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann vonar að staða hans sem bæjarstjóri sé til mjög skamms tíma.

Einn bæjarbúa segir að staðan í bæjarmálunum sé mjög ruglingsleg í augnablikinu eftir allar handtökurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×