Erlent

Íbúar Nørrebro ráðþrota

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Íbúar Nørrebro-hverfisins í Kaupmannahöfn eru ráðþrota eftir þá skálmöld sem þar hefur ríkt undanfarnar vikur.

Skotbardagar, rán og morð hafa verið þar nánast daglegt brauð og telur fólkið að það geti ekki lengur um frjálst höfuð strokið. Um það bil 60 sinnum hafa stríðandi fylkingar eða einstakir aðilar látið skotvopnin tala það sem af er árinu og einn íbúi segir danska blaðinu Berlingkse Tidende frá því að vinir og ættingjar séu orðið dauðhræddir við að koma í heimsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×