Erlent

Skiptu um 80 prósent af andliti konu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Isabelle á þremur stigum, síðasta myndin er tekin eftir nýju aðgerðina.
Isabelle á þremur stigum, síðasta myndin er tekin eftir nýju aðgerðina. /MYND/Medheadlines.com

Bandarískir lýtalæknar hafa nýlokið við umfangsmestu andlitsaðgerð sem framkvæmd hefur verið til þessa en hún fólst í því að skipt var um 80 prósent af húðinni á andliti hinnar rúmlega fertugu Isabelle Dinoire sem hundur veittist að og slasaði alvarlega árið 2005.

Aðgerðin var gerð á sjúkrahúsi í Cleveland í Ohio en húðin sem grædd var á andlit Isabelle er af látinni manneskju. Ekki er sjálfgefið að húð annarrar manneskju lifi á þeim sem hana þiggur og bíða læknarnir nú í ofvæni eftir því að sjá hverju fram vindur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×