Enski boltinn

Nani biðst afsökunar

NordcPhotos/GettyImages

Vængmaðurinn Nani hjá Manchester United hefur beðist afsökunar á því að hafa skallað West Ham manninn Lucas Neill í leik liðanna á laugardaginn, en Nani var vikið af leikvelli fyrir uppátækið.

Nani setti titilvonir United upp í loft með því að láta reka sig af velli fyrir þessa tilburði í fyrri hálfleik, en gæti nú átt von á refsingu frá Manchester United ofan á þá þrjá leiki sem hann fær í bann frá aganefndinni.

"Ég geri mér grein fyrir því að ég brást við í hugsunarleysi, en ég verð að bæta því við að á mig var ráðist og mér var ögrað. Það er engin afsökun, en það var það sem gerðist," sagði Nani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×