Erlent

Norska neyðarlínan ekki óbrigðul

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki.

Neyðarnúmerið einn einn tveir er ekki eins óbrigðult og menn halda. Þetta segir norska dagblaðið Bergensavisen og segir frá því þegar 18 ára stúlka hringdi ítrekað í neyðarlínuna aðfaranótt sunnudags, stödd í miðbæ Björgvinjar.

Hún hafði orðið fyrir árás ræningja en hjá neyðarlínunni svaraði enginn. Lögreglan í Björgvin segist ekki vilja tjá sig um einstök mál en viðurkennir að það geti komið fyrir að fólk nái ekki í neyðarlínuna. Einkum gildi þetta um háannatíma á borð við aðfaranótt sunnudags. Ekki batnaði ástandið þegar stúlkan komst loks á lögreglustöð til að tilkynna um árásina því þá munaði minnstu að hún yrði handtekin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×