Erlent

Lokaspretturinn í kosningabaráttunni

Allt bendir til þess að á morgun verði blökkumaður maður kjörinn forseti Bandaríkjanna, í fyrsta skipti í tvöhundruð þrjátíu og tveggja ára sögulandsins.

Kosningabaráttan í Bandaríkjunum hefur kostað um sjötta hluta þess sem kostar að endurreisa Ísland með lánum. Kostnaðurinn er um einn milljarður dollara eða 125 milljarðar króna. Þetta eru dýrustu kosningar sögunnar.

Barack Obama hefur reynst talsvert betri skaffari en John McCain í þessum efnum. Hvort það er það sem veldur því að hann hefur verulegt forskot á keppinautinn verður hver að gera upp við sig.

Samkvæmt nýjustu tölum hefur Obama sjö prósent forskot á landsvísu og auk þess forskot í sex af átta svokölluðum lylkiríkjum.

Í dag er síðasti dagur kosningabaráttunnar þar sem kjördagur er á morgun. Báðir frambjóðendurnir eru eins og útspýtt hundskinn um allar trissur. Barack Obama sagði að John McCain hefði þjónað landi sínu með heiðri og sóma.

Búist er við fyrstu tölum upp úr miðnætti á morgun en útgáfuspár koma vændanlega um ellefuleytið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×