Erlent

Amma Obama lést úr krabbameini

Barack Obama
Barack Obama

Barack Obama forsetaframbjóðandi demókrataflokksins upplýsti nú í kvöld að amma sín hefði látist úr krabbameini á Hawai. Fyrir um viku síðan gerði Obama hlé á kosningabaráttu sinni til þess að kveðja hana á heimili hennar á Hawai.

„Það er með mikill sorg sem við segjum ykkur að amma okkar, Madelyn Dunham, lést friðsamlega eftir baráttu sína við krabbamein," sagði Obama í yfirlýsingu nú í kvöld ásamt systur sinni, Maya Soetoro-Ng.

„Hún var hornsteinn fjölskyldunnar og kona óvenjulegra afreka, styrks og auðmýktar."

Dunham, 86 ára, ól Obama að miklu leyti upp frá tíu ára aldri þegar móðir hans fór að vinna í Indónesíu. Eftir að hann heimsótti ömmu sína til Hawai bárust henni fjöldinn allur af heillaóskum, blómum og skeytum hvaðanæva af landinu.

„Fjölskylda okkar vill þakka öllum þeim sem sendu þessi blóm, skeyti, heillaóskir og bænir á erfiðum tímum," sagði í yfirlýsingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×