Erlent

Rændu vændishús og skutu mann

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Það er ekki alltaf lognmolla í Nørrebro-hverfinu í Kaupmannahöfn.
Það er ekki alltaf lognmolla í Nørrebro-hverfinu í Kaupmannahöfn.

Maður varð fyrir skoti þegar ræningjar gerðu atlögu að vændishúsi í Nørrebro í Kaupmannahöfn upp úr miðnætti í gærkvöldi. Maðurinn er á lífi en kúlan hæfði hann í lærið.

Þrír grímuklæddir menn stóðu að baki ráninu og töluðust við á lélegri ensku að sögn vitna. Lögreglan leitar nú mannanna en sá sem slasaðist er á skurðarborðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×