United kláraði West Ham Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2008 13:38 Nani og Cristiano Ronaldo fagna marki þess síðarnefnda í dag. Nordic Photos / Getty Images Manchester United endurheimti þriggja stiga forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þökk sé 4-1 sigri á West Ham í dag. Ronaldo skoraði fyrstu tvö mörk United í dag en þeir Carlos Tevez og Owen Hargreaves skoruðu hin tvö. Dean Ashton skoraði mark West Ham. United lék manni færri í næstum klukkustund en Nani fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og kemur því ekki við sögu í síðasta leik liðsins á tímabilinu, gegn Wigan um næstu helgi. Nú þurfa United-menn að bíða eftir leik Chelsea og Newcastle á mánudaginn kemur en sigri Newcastle þann leik er United svo gott sem orðið meistari. Sir Alex Ferguson stillti upp óbreyttu liði frá því sem vann Barcelona í vikunni þar sem þeir Wayne Ronney og Nemanja Vidic voru frá vegna meiðsla. Luis Boa Morte kom inn í byrjunarlið West Ham í stað Freddie Ljungberg sem rifbeinsbrotnaði gegn Newcastle. Þá er Julien Faubert einnig meiddur og Hayden Mullins kom inn í hans stað. Margir stuðningsmenn United óttuðust að leikurinn í dag yrði erfiður enda West Ham oft reynst United erfitt. En Ronaldo var ekki lengi að láta til sín taka. Strax á þriðju mínútu leiksins fékk hann boltann og sótti að marki West Ham. Lucas Neill rann og missti af honum og Ronaldo brunaði inn í teiginn og skoraði með föstu skoti en boltinn breytti örlítið um stefnu á George McCartney. Þetta var 39. mark Ronaldo á tímabilinu í öllum keppnum og það fertugasta kom um 20 mínútum síðar. Í millitíðinn komst reyndar West Ham nálægt því að jafna metin en Patrice Evra varði á línu eftir skalla Bobby Zamora að marki United. Á 24. mínútu átti Owen Hargreaves fyrirgjöf frá hægri og sveif boltinn yfir varnarmenn West Ham og í læri Ronaldo sem náði þó að stýra knettinum í netið af stuttu færi. Aðeins tveimur mínútum síðar kom þriðja mark United og það var stórglæsilegt. Carlos Tevez lét vaða af 30 metra færi og Robert Green náði ekki að verja skotið. Dean Ashton náði svo að minnka muninn stuttu síðar með öðru glæsimarki. Hann skoraði með bakfallsspyrnu eftir að Wes Brown mistókst að hreinsa fyrirgjöf frá hægri. Áður en fyrri hálfleikur var úti fékk svo Nani rautt spjald fyrir að danglast í Neill og virtist sem svo að United væri að missa tökin á leiknum. En þeir stjórnuðu engu að síður áfram ferðinni í síðari hálfeik - spiluðu skynsamlega og gáfu fá færi á sér. Michael Carrick innsiglaði sigurinn í síðari hálfleik er skot hans af 30 metra færi breytti um stefnu á Neill og gat Green engum vörnum komið við. Eftir það var ljóst að West Ham myndi aldrei ná að jafna leikinn og mikilvægur sigur United staðreynd. Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Manchester United endurheimti þriggja stiga forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þökk sé 4-1 sigri á West Ham í dag. Ronaldo skoraði fyrstu tvö mörk United í dag en þeir Carlos Tevez og Owen Hargreaves skoruðu hin tvö. Dean Ashton skoraði mark West Ham. United lék manni færri í næstum klukkustund en Nani fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og kemur því ekki við sögu í síðasta leik liðsins á tímabilinu, gegn Wigan um næstu helgi. Nú þurfa United-menn að bíða eftir leik Chelsea og Newcastle á mánudaginn kemur en sigri Newcastle þann leik er United svo gott sem orðið meistari. Sir Alex Ferguson stillti upp óbreyttu liði frá því sem vann Barcelona í vikunni þar sem þeir Wayne Ronney og Nemanja Vidic voru frá vegna meiðsla. Luis Boa Morte kom inn í byrjunarlið West Ham í stað Freddie Ljungberg sem rifbeinsbrotnaði gegn Newcastle. Þá er Julien Faubert einnig meiddur og Hayden Mullins kom inn í hans stað. Margir stuðningsmenn United óttuðust að leikurinn í dag yrði erfiður enda West Ham oft reynst United erfitt. En Ronaldo var ekki lengi að láta til sín taka. Strax á þriðju mínútu leiksins fékk hann boltann og sótti að marki West Ham. Lucas Neill rann og missti af honum og Ronaldo brunaði inn í teiginn og skoraði með föstu skoti en boltinn breytti örlítið um stefnu á George McCartney. Þetta var 39. mark Ronaldo á tímabilinu í öllum keppnum og það fertugasta kom um 20 mínútum síðar. Í millitíðinn komst reyndar West Ham nálægt því að jafna metin en Patrice Evra varði á línu eftir skalla Bobby Zamora að marki United. Á 24. mínútu átti Owen Hargreaves fyrirgjöf frá hægri og sveif boltinn yfir varnarmenn West Ham og í læri Ronaldo sem náði þó að stýra knettinum í netið af stuttu færi. Aðeins tveimur mínútum síðar kom þriðja mark United og það var stórglæsilegt. Carlos Tevez lét vaða af 30 metra færi og Robert Green náði ekki að verja skotið. Dean Ashton náði svo að minnka muninn stuttu síðar með öðru glæsimarki. Hann skoraði með bakfallsspyrnu eftir að Wes Brown mistókst að hreinsa fyrirgjöf frá hægri. Áður en fyrri hálfleikur var úti fékk svo Nani rautt spjald fyrir að danglast í Neill og virtist sem svo að United væri að missa tökin á leiknum. En þeir stjórnuðu engu að síður áfram ferðinni í síðari hálfeik - spiluðu skynsamlega og gáfu fá færi á sér. Michael Carrick innsiglaði sigurinn í síðari hálfleik er skot hans af 30 metra færi breytti um stefnu á Neill og gat Green engum vörnum komið við. Eftir það var ljóst að West Ham myndi aldrei ná að jafna leikinn og mikilvægur sigur United staðreynd.
Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira